42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Helgi Hjörvar var fjarverandi.
Brynhildur Pétursdóttir boðaði forföll vegna þátttöku í fræðslufundi alþjóðlegra samtaka þingkvenna, Women in Parliaments Global Forum (WIP). Sigrún Magnúsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Birgitta vék af fundi 09:22 vegna fundar í utanríkismálanefnd og Helgi Hrafn kom í hennar stað frá kl. 10:30 - 11:35 þegar Birgitta kom að nýju.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Útvistun opinbera verkefna til Bændasamtaka Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:10
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir gerði grein fyrir eftirfylgniskýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Löggjöf um verkefni umhverfisstofnunar. Eftirfylgni Kl. 10:06
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir gerði grein fyrir eftirfylgniskýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og eftirlit ríkisins. Skýrsla Kl. 09:47
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Kristínu.

5) Úthlutun styrkja úr Rannsóknarsjóði. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:54
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir gerði grein fyrir eftirfylgniskýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Sorpbrennslur með undanþágur frá tilskipun ESB. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:40
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir gerði grein fyrir eftirfylgniskýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Samgönguframkvæmdir. Ítrekuð eftirfylgniskýrsla Kl. 09:35
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Kristínu.

8) Þjóðleikhúsið. Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni Kl. 09:22
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir gerði grein fyrir skýrslu um ítrekaða eftirfylgni og svaraði spurningum nefndarmanna.

9) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 10:30
Á fundinn komu Gunnar H. Hall og Stefán Kjærnested frá Fjársýslu ríkisins, Ingþór Karl Eiríksson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

Gunnar H. Hall og Stefán Kjærnested gerðu grein fyrir úttekt erlendra sérfræðinga á kerfinu ásamt Ingþóri Karli Eiríkssyni og svöruðu spurningum nefndarmanna auk þess sem þeir munu senda nefndinni minnisblöð um hvort og hvernig hafi verið leyst úr tilmælum sérfræðinganna. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um stöðu á kerfinu og væntanleg útboð á rekstri þess.

10) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 10:30
Fjallað um samhliða 9. lið.

11) Erindi Víglundar Þorsteinssonar. Kl. 11:35
Brynjar Níelsson 1. varaformaður fór yfir feril málsins, en nefndin hafði skipað þriggja manna undirnefnd til að skoða það, þ.e. Brynjar Níelsson, Karl Garðarson og Valgerði Bjarnadóttur.

Brynjar lagði ásamt þremur öðrum nefndarmönnum, Willum Þór Þórssyni, Karli Garðarsyni og Pétri H. Blöndal, með vísan til 2. mgr. 15. gr. þingskapa til að málið yrði tekið á dagskrá nefndarinnar.

12) Önnur mál Kl. 11:40
Birgitta Jónsdóttir upplýsti að von væri á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um gagnageymd og upplýsti að hún hyggðist senda nefndinni drög að frumvarpi um gagnageymd.

Pétur H. Blöndal minnti á skýrsluna um ferð hans til Berlínar sem átti að fylgja þingsálytkuntartillögu sem nefndin flutti um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum. Tillagan verður prentuð upp vegna skýrslunnar sem á að vera fylgiskjal.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45